Laugardagur

Athöfn hefst tímanlega klukkan 16:00. 

Fordrykkur hefst að athöfni loknri og bjóðum við gestum upp á búbblur og DJ verður klár að hita liðið upp. 

Eftir matinn hefst veislan, leikir hefjast á slaginu 00:00 og partýið er búið 04:00 ef fólk endist :) 

 

Sunnudagur

Í Pólsku menningunni hefur það tíðkast svo að brúðkaupsveislan heldur áfram daginn eftir, svo kallað eftirpartý. 

Eftirpartýið okkar verður á sama stað (Hotel Otomin). 

Partýið hefst kl 11:00 og stendur til 17:00. Boðið verður upp á BBQ veislu og meðlæti. 


Pólskt/íslenskt brúðkaup, við hverju á að búast?

Bæði pólsk og íslensk brúðkaup einkennast af hamingju gleði og gaman. Og þar sem dagurinn felst í því að sameina báðar menningar, verður þetta góð bland af hefðum úr báðum áttum. Nóg af áfengi, mat og dans.

Leikir eru stór partur af brúðkaupum og sérstaklega í pólskum brúðkaupum. Gott er fyrir þá sem ekki hafa farið í pólskt brúðkaup að vita hvernig þetta fer allt saman fram.

Gott er að hafa smá pening í veskinu sínu, því að ein vinsælasta pólska brúðkaupshefðin er peningadans (Ekki mikil upphæð).

Peningadansinn: Allir gestir standa í röð til að dansa við brúðina og bjóða brúðhjónunum pening sem safnað er í sérstaka svuntu sem faðir brúðarinnar heldur á.

Hver giftir sig næst? Brúðurinn kastar brúðarvendinum í hóp einhleypra kvenna, sú sem grípur er næst! Sama gengur um karlana. Brúðguminn tekur af sér bindið og kastar því í hóp af einhleypum mönnum.

Það verða að sjálfsögðu fleiri leikir og ræður sem koma í ljós á brúðkaupsdaginn. Íslenska hefðin er nefnilega þannig að brúðameyjar, brúðsveinn, svaramenn, systkini eða foreldrar undirbúa leiki og ræður sem brúðhjónin vita ekki af.

Okkur hlakkar sjúklega mikið til að sjá ykkur öll og eiga ógleymanlegt kvöld með ykkur!